Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
18

Nýr bæklingur um forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi í íþróttum

26.11.2013Út er kominn nýr bæklingur sem ber heitið Kynferðislegt ofbeldi í íþróttum - forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum og unglingum í íþróttum. Bæklingurinn er byggður á bæklingi sem gefinn var út af Danska Íþróttasambandinu og heitir á frummálinu Det Uhørte Overgreb. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands fékk leyfi til að þýða bæklinginn og staðfæra þannig að hann passaði inn í þær aðstæður sem þekkjast í íþróttahreyfingunni og samræmast íslenskri löggjöf. Fjöldi sérfræðinga veitti ráðgjöf við útgáfu bæklingsins.

Markmið með útgáfu bæklingsins er að:

  • Auka meðvitund íþróttafélaga um að kynferðislegt ofbeldi getur átt sér stað á þeim vettvangi eins og öðrum
  • Hvetja íþróttafélög til umræðna um hvernig hægt sé að fyrirbyggja kynferðisofbeldi
  • Fræða þjálfara, stjórnendur og sjálfboðaliða um hvað átt sé við þegar talað er um kynferðislega misnotkun
  • Fræða þjálfara, stjórnendur og sjálfboðaliða um þau lagaskilyrði sem gilda um kynferðisleg samskipti við börn.

Hægt er að nálgast bæklinginn á skrifstofu ÍSÍ og þá er einnig hægt að skoða bæklinginn hér á heimasíðunni.