Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
16

Aðalfundur GSSE

25.11.2013

Aðalfundur GSSE - Games of the Small States of Europe (Smáþjóðaleikar) var haldinn í Róm 22. nóvember sl. þar sem Lárus L. Blöndal tók formlega við sem forseti samtakanna. Á fundinum voru samþykktar breytingar á lögum samtakanna, sem meðal annars fela í sér að aðalfundur verður nú haldinn árlega en ekki annað hvert ár eins og verið hefur til þessa.  Fyrirhugað er að fulltrúar samtakanna komi saman næsta vor til að móta framtíðarstefnu og þróun samtakanna.  Forseti ÍSÍ, gjaldkeri og framkvæmdastjóri voru fulltrúar Íslands á fundinum.

Patrick Hickey, forseti EOC, kom inn á aðalfundinn og þakkaði það góða starf sem á sér stað innan GSSE.  Hann fullvissaði fundarmenn um að nýtt verkefni EOC, Evrópuleikarnir, muni á engan hátt hafa áhrif á framtíð Smáþjóðaleikanna.  Fyrstu Evrópuleikarnir verða haldnir í Baku í Azerbaijan 12.-13. júní 2015.

Næstu Smáþjóðaleikar verða, eins og flestum er kunnugt, haldnir á Íslandi árið 2015.  Leikarnir 2017 verða haldnir í San Marinó og leikarnir 2019 verða haldnir í Svartfjallalandi.