Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Sigfús Ólafur Helgason fékk Gullmerki ÍSÍ

05.11.2013Hestamannafélagið Léttir á Akureyri hélt upp á 85 ára afmæli sitt laugardaginn 2. nóvember síðastliðinn.  Fjölmargar viðurkenningar voru veittar jafnt ungum sem öldnum á löngum laugardegi félagsins sem var þétt setinn dagskrár frá morgni til kvölds.  Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri afhenti Andreu Þorvaldsdóttur áletraðan platta að gjöf frá ÍSÍ auk blómvandar.  Viðar afhenti einnig Sigfúsi Ólafi Helgasyni Gullmerki ÍSÍ fyrir áralöng störf í þágu íþróttahreyfingarinnar.  Sigfús var m.a. formaður Léttis 1995-2002, í stjórn Landssambands hestamanna 1996-2010 og formaður og framkvæmdastjóri Íþróttafélagsins Þórs á Akureyri 2006-2012.  Hann stjórnaði uppbyggingu á Melgerðismelum í Eyjafirði fyrir Landsmót hestamanna 1998 og hefur verið þulur eða stjórnandi á ótal hestamótum til langs tíma og er enn að.  Myndirnar eru af afhendingu plattans og gullmerkisins.