Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
30

Sumarfjarnámi 1. stigs lokið með frábærri þátttöku!

28.08.2013Sumarfjarnámi 1. stigs ÍSÍ í þjálfaramenntun er nú lokið með frábærri þátttöku verðandi eða starfandi þjálfara á öllum aldri.  Alls hófu 45 nemendur námið og komu þeir frá fjölda íþróttagreina og eru búsettir víða um land.  Mikið og lærdómsríkt spjall var á spjallsvæði námsins allan tímann.  Það er von ÍSÍ að nemendur standi nú mun betur að vígi hvað varðar íþróttaþjálfun og áframhaldandi nám í þjálfaramenntun.  Það er ljóst að nemendur læra mikið af spjallinu í fjarnámskerfinu þar sem þeir bera saman bækur sínar í hinum ýmsu þáttum þjálfunar, burt séð frá því frá hvaða íþróttagrein nemendur koma eða ætla að starfa við þjálfun í.  Sérgreinahluta námsins sækja nemendur til viðkomandi sérsambands og er það afar áríðandi að sérsamböndin bjóði upp á þann hluta námsins jafnóðum til að auðvelda nemendum nám á seinni stigum, bæði hjá ÍSÍ og sérsamböndum.  Þeir nemendur sem luku námi nú munu fá þjálfaraskírteini send á heimilisföng sem staðfestingu á áfanganum.  Þjálfaraskírteinin eru samræmd og gilda fyrir allar íþróttagreinar og fara upplýsingar um ségreinaþáttinn inn á sama skírteinið.  Þjálfarar þurfa því að halda vel utan um skírteinin sín.  Næstu námskeið í 1. og 2. hluta almenns þáttar menntunar ÍSÍ í íþróttaþjálfun verða í boði nú á haustönn í fjarnámi.  Þau verða auglýst á allra næstu dögum.  Allar frekari upplýsingar um þjálfaramenntun ÍSÍ gefur Viðar Sigurjónsson á vidar@isi.is og í síma 514-4000 og/eða 460-1467.