Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Anítu fagnað við heimkomu

22.07.2013

Aníta Hinriksdóttir, Heimsmeistari U-18 og Evrópumeistari U-20 í 800 m hlaupi, kom til landsins í gærkvöldi eftir að hafa unnið til þessarra tveggja titla í vikunni. Fjölskylda og vinir Anítu tóku á móti henni í Keflavík en þar voru einnig mættir Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ og Benóný Jónsson varaformaður Frjálsíþróttasambands Íslands til að færa henni blóm og hamingjuóskir í tilefni þessa frábæra árangurs.  Meðfylgjandi mynd er tekin við það tækifæri af Benóný, Anítu og Lárusi.

Stjórn og starfsfólk ÍSÍ óskar Anítu og fjölskyldu, Gunnari Páli þjálfara hennar og Frjálsíþróttasambandi Íslands hjartanlega til hamingju með afrekin.