Richard Már endurkjörinn formaður TKÍ
01.07.2013
Ársþing Taekwondosambands Íslands var haldið 10. júní síðastliðinn. 35 þingfulltrúar voru mættir þar og var Richard Már Jónsson endurkjörin formaður sambandsins. Einnig voru Haukur Skúlason og Örn Helgason kosnir í stjórn. Boða þurfti til framhaldsþings og var það haldið 24. júní síðastliðinn. Á framhaldsþinginu var ársreikningur sambandsins samþykktur. Síðasta starfsár Taekwondosambandsins hefur verið starfssamt og margir sigrar unnir bæði hér á landi í uppbyggingu íþróttarinnar út um allt land sem og stórir sigrar á erlendri grundu.
Fulltrúi ÍSÍ var Friðrik Einarsson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ og var hann jafnframt þingforseti þingsins.