Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
15

Minningarsjóður Ólafs E. Rafnssonar

28.06.2013

Ólafur Eðvarð Rafnsson forseti ÍSÍ sem varð bráðkvaddur þann 19. júní s.l. verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 4. júlí klukkan 15:00. Erfidrykkja verður haldin í Íþróttamiðstöð Hauka að Ásvöllum að lokinni athöfn.

Stofnaður hefur verið Minningarsjóður Ólafs E. Rafnssonar sem verður notaður í þágu íþróttahreyfingarinnar í minningu Ólafs og hans mikla og óeigingjarna starfs innan hennar.

Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu heiðra minningu hans er bent á reikningsnúmer Minningarsjóðsins 0537-14-351000, kennitala sjóðsins er 670169-0499.

Sjóðurinn verður í umsjón Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og eru nánari upplýsingar veittar á skrifstofu sambandsins í síma 514 4000.