Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
8

Ólympíudagurinn haldinn í vikunni 24.- 28. júní

19.06.2013

Á hverju ári er haldið upp á Alþjóðlega ólympíudaginn út um allan heim þann 23. júní. Þann dag árið 1894 var Alþjóða Ólympíunefndin stofnuð. Hér á landi hefur þessi dagur verið haldinn hátíðlegur undanfarin ár. Heimasíða viðburðarins er www.olympiuleikar.com

Markmiðið er að fá sem flesta til þess að hreyfa sig,  ekki síst þá sem ekki stunda íþróttir. Ólympíuvikan er vettvangur fyrir unga sem aldna óháð íþróttalegri getu til þess að hreyfa sig, læra um gildi hreyfingar fyrir eigin líðan, kynnast nýjum íþróttum og velta fyrir sér ólympísku gildunum sem eru vinátta, virðing og að ávallt gera sitt besta.

Í stað þess að vera með einn dag hefur undanfarin ár verið boðið uppá ólympíuviku. Í ólympíuviku eru íþróttafélög og leikjanámskeið frístundaheimila hvött til þess að bjóða upp á ólympíuþema/íþróttadag, hvort sem það er einn dag vikunnar eða öll vikan 24. -28. júní. Einnig stendur til boða að fara með hópa og kynna sér íþróttagreinar og prófa eitthvað nýtt. Þeir sem ætla að halda uppá ólympíuvikuna gefst svo kostur á því að bóka heimsókn með einhverjum íþróttastjörnum. Hægt er að nálgast hér.

Alþjóðlegi ólympíudagurinn er orðinn einn af lykil viðburðum Alþjóða ólympíunefndarinnar (IOC). Heildarfjöldi þátttakenda hefur verið um fjórar milljónir og hafa um 150 þjóðir tekið þátt.