Nýr formaður Skíðasambands Íslands

Á þinginu var mikið rætt um barna- og unglingastarf og möguleika á útbreiðslu íþróttarinnar. Brettamenn sátu nú þingið í fyrsta sinn en þeir voru teknir inn á síðasta ári og er mikils að vænta af þeim. Þá var mikið rætt um skíðaiðkun almennings og nýjar greinar eins og fjallaskíðun og frjálsa (e. freestyle) skíðun en möguleikar almennings í skíðaíþróttum hefur aldrei verið fjölbreyttari. Skíðasambandið hefur látið gera kennslumyndbönd um fyrstu skrefin á skíðum og bretti svo byrjendur geta undirbúið sig fyrir framan skjáinn áður en farið er í brekkurnar og fara þau í sýningu í haust. Á næsta ári eru Vetrarólympíuleikar í Sochi í Rússlandi og er allt besta skíðafólk landsins á fullu að undirbúa sig fyrir þá.
Fulltrúi ÍSÍ á þinginu var Viðar Sigurjónsson, skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri.