Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
8

Smáþjóðaleikarnir 2015 kynntir

31.05.2013

Á meðan íslensku þátttakendurnir á Smáþjóðaleikunum hafa gert það gott á keppnisstöðum leikanna þá hefur ÍSÍ staðið fyrir öflugri kynningu á leikunum sem haldnir verða hér á landi árið 2015. 

Helga Steinunn Guðmundsdóttir ritari framkvæmdastjórnar ÍSÍ reið á vaðið og hélt kynningu fyrir fulltrúa allra þátttökuþjóðanna á aðalfundi Smáþjóðaleikanna á mánudaginn var.  Í vikunni hafa svo starfsmenn ÍSÍ verið með kynningarbása bæði í mannvirkjum leikanna og matsal þátttakenda þar sem fjölbreyttu kynningarefni hefur verið dreift.  Margir lögðu leið sína í bás ÍSÍ til að fá upplýsingar um aðstæður á Íslandi, fjarlægðir á milli keppnisstaða, veðurfar og flest það helsta sem leikunum viðkemur. 

Á myndinni eru Óskar Örn Guðbrandsson og Halla Kjartansdóttir, starfsmenn ÍSÍ, í kynningarbás ÍSÍ í matsal leikanna.