Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Frá þingi ÍBH

06.05.2013

48. þing Íþróttabandalags Hafnarfjarðar fór fram laugardaginn 27. apríl sl. í Álfafelli Íþróttahúsinu við Strandgötu.  Fimmtíu þingfulltrúar frá 15 aðildarfélögum ÍBH sátu þingið ásamt gestum. Þingið var að mestu rafrænt og er þetta í fyrsta skipti sem það er reynt. Stjórn ÍBH er skipuð fulltrúum frá hverju aðildarfélagi bandalagsins og eru þau orðin sautján talsins. Fimm fulltrúar gengu úr stjórn ÍBH að þessu sinni og eru það þau Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir Haukum, Sigurður Emil Ævarsson Sörla, Írena Ásdís Óskarsdóttir BH, Kristján Geir Mathíesen AÍH og Ágústa Hera Birgisdóttir HFH. Þingforseti var Jón Gestur Viggósson fyrrum stjórnarmaður í ÍBH og núverandi stjórnarmaður í framkvæmdastjórn ÍSÍ og stýrði hann þinginu af röggsemi. Að loknum þingstörfum bauð bæjarstjórn Hafnarfjarðar þingfulltrúum til móttöku í Byggðarsafn Hafnarfjarðar.  Þingið var starfssamt og voru margar áhugaverðar ályktanir og tillögur samþykktar, svo sem ályktun um byggingu íþróttahúsa í Hafnarfirði og tillaga um launakerfi fyrir íslenskt afreksíþróttafólk. 

Gunnar Bragarson gjaldkeri ÍSÍ var fulltrúi ÍSÍ á þinginu og flutti kveðjur frá forseta og framkvæmdastjórn ÍSÍ.