Helgi Þór endurkjörinn formaður TSÍ

Formaður flutti ítarlega skýrslu um starfið s.l. starfsár og gjaldkeri gerði grein fyrir reikningum sambandsins sem rekið var með hagnaði á s.l. starfsári. Í almennum umræðum á þinginu komu fram ýmsar ábendingar og hugmyndir um hvernig bæta megi stuðning sambandsins við félögin og almenna iðkendur. Framlögð fjárhagsáætlun var samþykkt með lítilsháttar breytingum.
Helgi Þór var endurkjörinn formaður til næsta starfsárs, en aðrir í stjórn eru Þrándur Arnþórsson, Bragi Leifur Hauksson, Gunnar Þór Finnbjörnsson og Ásta Kristinsdóttir. Sigríður Jónsdóttir, fulltrúi ÍSÍ á þinginu, flutti kveðju forseta og framkvæmdastjórnar og var jafnframt þingforseti.