Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

27

Þingfulltrúar fengu Íþróttabókina að gjöf

23.04.2013Á 71. Íþróttaþingi ÍSÍ um síðastliðna helgi færði ÍSÍ öllum þingfulltrúum að gjöf afmælisbók ÍSÍ en hún ber nafnið „Íþróttabókin - ÍSÍ, saga og samfélag í 100 ár”.  Í bókinni er að finna gríðarlegan fróðleik um íþróttahreyfinguna og samfélagið síðustu hundrað árin auk fjölda mynda úr íþróttastarfinu.  Það var í nógu að snúast hjá starfsfólki ÍSÍ við að afhenda þinggögn og bókina góðu þegar þingfulltrúar mættu til þings.