Fundur með fulltrúum stjórnmálaflokkanna
Nú styttist í kosningar til Alþingis og útlit fyrir að fjölbreyttir kostir verði í boði fyrir kjósendur. Íþróttahreyfingin er stærsta fjöldahreyfing á Íslandi og rödd hennar ætti að vega töluvert þegar komið er í kjörklefann.
ÍSÍ hefur ákveðið að boða til fundar með fulltrúum stjórnmálaflokkanna sem mælst hafa með 5% fylgi eða meira í skoðanakönnunum síðustu daga.
Fundurinn verður haldinn í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar föstudaginn 19. apríl kl. 12:00, sama dag og 71. Íþróttaþing ÍSÍ verður sett. Gert er ráð fyrir því að fundurinn standi yfir í eina og hálfa klukkustund. Áætlað er að hvert framboð fái 3 mínútur í framsögn en síðan verði fyrirspurnartími. Fundarstjóri verður Viðar Garðarsson formaður Íshokkýsambandsins.
Sambandsaðilar ÍSÍ og áhugamenn um íþróttir eru hvattir til að mæta á fundinn.