Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Hermundur endurkjörinn formaður HSH

16.04.2013

75. Héraðsþing HSH var haldið í Samkomuhúsi Grundarfjarðar 9. apríl síðastliðinn
Þingið var nokkuð vel sótt og starfsamt. Vönduð ársskýrsla var lögð fram á þinginu sem ber vitni um fjölbreytt íþróttastarf á svæði HSH.  Á þinginu var m.a. samþykkt að hvetja ÍSÍ og UMFÍ að halda áfram með Ánægjuvogina sem frábært tæki til að fá reglulega tölfræði um starf íþróttahreyfingarinnar, niðurstöður um áhrif þess á æskulýðsstarf, forvarnir, brottfall í íþróttum og heilbrigt líferni.
Hermundur Pálsson var endurkjörinn formaður til eins árs. Nýir í stjórn voru kjörnir, Kristján Magni Oddsson, Sólberg Ásgeirsson, Elín Kristrún Halldórsdóttir og Garðar Svansson.

Ólafur Rafnsson forseti ÍSÍ sótti þingið og flutti kveðju frá stjórn og starfsmönnum ÍSÍ. Ólafur sæmdi Ásgeir Ragnarsson, Golfklúbbnum Vestarr með Silfurmerki ÍSÍ og Þorstein Björgvinsson, Skotfélagi Grundarfjarðar með Gullmerki ÍSÍ fyrir góð störf í þágu íþróttahreyfingarinnar.  Á myndinni má sjá Ólaf ásamt Þóreyju Jónsdóttur konu Ásgeirs sem tók við merkinu fyrir hans hönd, og Þorstein.