Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Leiðbeinendanámskeið í stafgöngu

11.04.2013Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur fyrir leiðbeinendanámskeiði í stafgöngu í Reykjavík laugardaginn 11. maí frá kl. 9:00 – 16:00 í íþróttamiðstöðinni í Laugardal og á Akureyri Glerárgötu þriðjudagana 30. apríl og 7. maí  kl. 18:00 – 21:00.

Námskeiðið er m.a. ætlað íþróttakennurum, íþróttafræðingum, sjúkraþjálfurum, iðjuþjálfum, hjúkrunarfræðingum og læknum. Skráning og nánari upplýsingar er á netfangið jona@isi.is. Hægt verður að skrá sig fram til 26. apríl.