Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
12

Fjölmennur fundur með RÚV

10.04.2013Í dag funduðu Kristín Hálfdánardóttir íþróttastjóri RÚV og Einar Örn Jónsson vaktstjóri íþrótta með fulltrúum sérsambanda og nefnda innan ÍSÍ, til að ræða aðkomu RÚV að fréttaflutningi og útsendingum af íþróttaviðburðum. Fundargestir fengu upplýsingar um starfsumhverfi íþróttafréttamanna, hugmyndir að góðum fréttatilkynningum og hvað þurfi til, svo að viðburður sé áhugaverður með tilliti til fréttaflutnings. Þetta var kjörið tækifæri fyrir sérsamböndin til að heyra í starfsmönnum íþróttadeildar og geta beint spurningum til þeirra sem brunnið hafa á þeim. Fundurinn sem var vel sóttur, kveikti margar hugmyndir um það hvernig bæta megi annars ágætt samstarf. 

Myndir með frétt