Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

"Skipulögð lyfjamisnotkun í íþróttum"

09.04.2013Í dag var haldinn hádegisfundur um lyfjamál í húsakynnum ÍSÍ í Laugardal sem bar yfirskriftina "Skipulögð lyfjamisnotkun í íþróttum". Fyrirlesari var Dr. Skúli Skúlason formaður lyfjaráðs ÍSÍ. Hann fór yfir söguna og dreipti á nokkrum málum sem hafa verið fyrirferðamikil í íþróttasögunni á undanförnum áratugum. Umfjöllunarefnin voru lyfjamisnotkun í Austur-Þýskalandi á áttunda og níunda áratug síðustu aldar, Festina liðið, Balco málið og lyfjamisferli Lance Armstrong. Fyrirlesturinn var tekinn upp og sendur út á netinu. Hann má nálgast hér: hádegisfyrirlestur - skipulögð lyfjamisnotkun.asf