Heiðursmenn að norðan heiðraðir á þingi ÍF
13.03.2013
Ársþing Íþróttasambands fatlaðra var haldið á Radisson Blu Hóteli Sögu 9. mars síðastliðinn. Þingið var vel sótt af þingfulltrúum og margt góðra gesta. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands var viðstaddur setningu þingsins ásamt Katrínu Jakobsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra, Guðbjarti Hannessyni velferðarráðherra og Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra.
Hafsteinn Pálsson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ var fulltrúi ÍSÍ á þinginu ásamt því að vera þingforseti. Hafsteinn afhenti Hauki Þorsteinssyni formanni Eikar á Akureyri og Jósep Sigurjónssyni formanni Akurs á Akureyri Gullmerki ÍSÍ fyrir góð störf í þágu íþrótta fatlaðra. Meðfylgjandi mynd var tekin við þetta tækifæri og þar má sjá frá vinstri Hafstein, Jósep og Hauk.