Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

EYOWF - Brasov 2013 - Þriðji keppnisdagur

20.02.2013

Í dag var þriðji keppnisdagur á 11. Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Brasov í Rúmeníu.  Íslensku stúlkurnar í alpagreinum og listhlaupi á skautum kepptu í dag, en frí var hjá keppendum í skíðagöngu. 

Í svigi stúlkna voru 78 stúlkur skráðar til keppni.  Thelma Rut Jóhannsdóttir stóð sig best af okkar stúlkum og varð í 35. sæti á 87,51 punktum.  Auður Brynja Sölvadóttir varð í 37. sæti á 90,09 punktum og Alexía María Gestsdóttir var í 42. sæti á 152,56 punktum.  Ragnheiður Brynja Pétursdóttir krækti í seinni ferðinni og lauk því ekki keppni.

Agnes Dís Brynjarsdóttir keppti í dag í listhlaupi á skautum og varð í 21. sæti með einkunina 30,61.  Um var að ræða fyrri keppnisdag þar sem keppt var í skylduæfingum. 

Á morgun fimmtudag keppa piltarnir í svigi, gönguliðið í sprettgöngu og Agnes keppir í frjálsum æfingum í listhlaupinu.

Á myndinni má sjá Agnesi Dís í upphitun fyrir keppni dagsins.

Frekari upplýsingar eru á heimasíðu leikanna http://eyowf2013.ro/