Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
15

Fréttir frá Brasov

19.02.2013

Í dag hélt keppnin áfram á 11. Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Brasov í Rúmeníu.  Elena Dís Víðisdóttir frá Skíðafélagi Ísafjarðar og Jónína Kristjánsdóttir kepptu í 5km skíðagöngu stúlkna og varð Jónína í 58. sæti á 331,45 punktum og Elena Dís í 59. sæti á 363,87 punktum.  68 stúlkur voru skráðar til keppni.  Göngustrákarnir okkar kepptu einnig í dag og var um að ræða 7,5km göngu hjá þeim.  Hákon Jónsson og Ragnar Gamalíel Sigurgeirsson voru meðal 88 keppenda sem skráðir voru til leiks.  Ragnar lenti í 65. sæti á 219,43 punktum og Hákon í 78. sæti á 344,88 punktum.

 

Í morgun var líka keppt í stórsvigi pilta þar sem Ísland átti 4 keppendur af þeim 98 sem skráðir voru til leiks.  Sigurður Hauksson var sá eini sem kláraði brautina og endaði hann númer 46 á 85,13 punktum.  Jón Elí Rúnarsson og Kristinn Logi Auðunsson skíðuðu út úr brautinni ofarlega í seinni ferðinni og Arnór Reyr Rúnarsson féll í síðari hluta brautarinnar í seinni ferð dagsins. 

 

Á morgun miðvikudaginn 20. febrúar heldur keppnin áfram í alpagreinum og listhlaupi á skautum, en frí er í skíðagöngu.  Í alpagreinum keppa stúlkurnar í svigi og í listhlaupi á skautum mun Agnes Dís Brynjarsdóttir keppa í síðasta hópi.

 

Á myndinni má sjá Sigurð Hauksson eftir keppni dagsins.

 Frekari upplýsingar eru á heimasíðu leikanna http://eyowf2013.ro/