Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
15

Úthlutun úr Ferðasjóði íþróttafélaga vegna keppnisferða ársins 2012

18.02.2013

Búið er að úthluta styrkjum úr Ferðasjóði íþróttafélaga vegna keppnisferða ársins 2012.  Til úthlutunar að þessu sinni voru 61.7 m. króna.  Heildarkostnaður umsókna var tæplega 416 m.króna.   Alls bárust umsóknir í sjóðinn frá 117 íþrótta- og ungmennafélögum úr 21 íþróttahéraði  vegna tæplega 3200 keppnisferða í 24 íþróttagreinum. 

Úthlutunarfé sjóðsins kemur frá ríkinu en sjóðnum er ætlað að jafna aðstöðumun og efla íþrótta- og forvarnarstarf um land allt.  ÍSÍ hefur haft umsjón með úthlutunum sjóðsins allt frá fyrstu úthlutun árið 2007.  Tilvist sjóðsins  er gríðarlega mikilvæg fyrir íþróttahreyfinguna enda ferðakostnaður afar stór og sligandi þáttur í rekstri íþróttafélaga.

Hér fyrir neðan má sjá töflu yfir skiptingu styrkja eftir íþróttahéruðum.   Vert er að benda á að afar mismunandi fjöldi aðildarfélaga og umsókna liggur að baki samantektar hvers sambands en öll íþrótta- og ungmennafélög innan vébanda ÍSÍ geta sótt um styrk í sjóðinn vegna keppnisferða á fyrirfram skilgreind styrkhæf mót.  Ferðir sem töldu 150 km eða meira aðra leið töldust styrkhæfar í þessari úthlutun.

Heiti

Úthlutun

Íþróttabandalag Akureyrar

12.716.790

Íþróttabandalag Reykjavíkur

10.617.037

Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands

8.333.380

Íþróttabandalag Vestmannaeyja

6.419.031

Ungmennasamband Kjalarnesþings

5.446.826

Héraðssambandið Skarphéðinn

2.737.660

Ungmennasambandið Úlfljótur

2.705.826

Héraðssamband Vestfirðinga

2.604.377

Ungmennasamband Skagafjarðar

2.300.375

Héraðssamband Þingeyinga

1.810.809

Íþróttabandalag Hafnarfjarðar

1.497.085

Héraðssambands Snæfellsness og Hnappadalssýslu

1.443.921

Ungmennasamband Eyjafjarðar

725.266

Íþróttabandalag Reykjanesbæjar

467.911

Íþróttabandalag Suðurnesja

459.912

Íþróttabandalag Akraness

405.611

Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar

394.485

Ungmennasamband Borgarfjarðar

196.218

Ungmennasamband Vestur-Húnvetninga

173.817

Héraðssambandið Hrafna-Flóki

128.101

Ungmennasamband Austur-Húnvetninga

115.591

61.700.029