Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar – Brasov 2013
Í kvöld verður 11. Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar sett í Brasov í Rúmeníu. Ísland sendir að þessu sinni 13 keppendur til leiks og keppa þau í þremur íþróttagreinum. Átta keppendur munu keppa í svigi og stórsvigi á hátíðinni, fjórir keppa í skíðagöngu og ein stúlka keppir í listhlaupi á skautum.
Íslenski hópurinn kom til Brasov seint í gærkvöldi eftir langt ferðalag sem tók allan daginn. Í dag hafa farið fram æfingar og í kvöld fer svo fram setningarhátíðin þar sem Ragnar Gamalíel Sigurgeirsson, skíðagöngumaður frá Akureyri, verður fánaberi.
Ólafur E. Rafnsson, forseti ÍSÍ, kom til Rúmeníu í dag og mun verða viðstaddur setninguna í kvöld og fylgjast með keppni Íslendinga. Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, er einnig viðstödd leikana, en hún situr í nefnd á vegum Ólympíunefnda Evrópu sem sér um framkvæmd og eftirlit á leikunum.
Fyrsti keppnisdagur er á morgun mánudag og munu þá íslensku stúlkurnar í alpagreinum hefja keppni kl. 10:00 í stórsvigi. Eins munu stúlkurnar okkar í skíðagöngu keppa í 7,5 km göngu með hefðbundni aðferð og piltarnir keppa svo kl. 11:30 í 10 km göngu með frjálsri aðferð. Keppnin heldur svo áfram út vikuna og henni lýkur föstudaginn 22. febrúar nk.
Hægt er að fylgjast með Ólympíuhátíðinni á síðunni http://www.eyowf2013.ro
Fararstjórn og þjáfarar eru með rúmensk símanúmer og er hægt að ná í þau í þeim símunum í sviga hér að neðan.
Þátttakendur:
Ólafur E. Rafnsson forseti ÍSÍ
Líney R. Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ (+407 56602285)
Andri Stefánsson aðalfararstjóri (+407 56602321)
María Magnúsdóttir sjúkraþjálfari (+407 56602278)
Arnór Þorkell Gunnarsson flokksstjóri og þjálfari, alpagreinar (+407 56602280)
Erlendína Kristjánsson flokksstjóri og þjálfari, listhlaup (+407 56602315)
Kristján Hauksson flokksstjóri og þjálfari, skíðaganga (+407 56602281)
Thelma Rut Jóhannsdóttir keppandi – alpagreinar
Auður Brynja Sölvadóttir keppandi – alpagreinar
Alexía María Gestsdóttir keppandi – alpagreinar
Ragnheiður Brynja Pétursdóttir keppandi – alpagreinar
Kristinn Logi Auðunsson keppandi – alpagreinar
Jón Elí Rúnarsson keppandi – alpagreinar
Arnór Reyr Rúnarsson keppandi – alpagreinar
Sigurður Hauksson keppandi – alpagreinar
Agnes Dís Brynjarsdóttir keppandi – listhlaup á skautum
Elena Dís Víðisdóttir keppandi – skíðagöngu
Jónína Kristjánsdóttir keppandi – skíðagöngu
Hákon Jónsson keppandi – skíðagöngu
Ragnar Gamalíel Sigurgeirsson keppandi – skíðagöngu