Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.11.2024 - 12.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
13

Námskeið ungra þátttakenda í Ólympíu

13.02.2013Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands auglýsir eftir tveimur þátttakendum, konu og karli, á námskeið ungs íþróttafólks (20 til 35 ára) á vegum alþjóða Ólympíuakademíunnar í Ólympíu í Grikklandi dagana 11. til 25. júní n.k. Að þessu sinni er umfjöllunarefnið ólympíuarfleifðin auk þess sem fjallað er um styrkingu ólympíuhugsjónarinnar með nýjum kynslóðum barna og ungmenna.

Flugferðir og uppihald eru þátttakendum að kostnaðarlausu.
Leitað er eftir einstaklingum sem náð hafa mjög góðum árangri í íþróttagrein (-greinum) og/eða sinnt kennslu/þjálfun/félagsstörfum innan íþróttahreyfingarinnar, ásamt því að sýna málefnum ólympíuhreyfingarinnar sérstakan áhuga. Þeir skulu hafa gott vald á ensku og/eða frönsku og vera fyrirmynd annars æskufólks í hvívetna.

Umsóknum skal skilað, á þar til gerðum eyðublöðum til skrifstofu ÍSÍ, Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, ekki seinna en föstudaginn 22. febrúar n.k. Hægt er að nálgast umsóknareyðublöðin HÉR.

Umsókn skal skilað á ensku og skulu fylgja henni tvær passamyndir.

Frekari upplýsingar veitir Ragnhildur Skúladóttir sviðsstjóri þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ sími 514 4000, ragnhildur@isi.is

Einnig má benda á heimasíður IOA www.ioa-sessions.org/ , og www.ioa.org.gr