Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

2

Skráning í Lífshlaupið

12.02.2013

Góð skráning er í Lífshlaupið. Nú hafa 46 skólar skráð 7055 nemendur til leiks í grunnskólakeppninni. Í vinnustaðakeppninni hafa 449 vinnustaðir skráð 10.443 liðsmenn til leiks. Enn er hægt að skrá vinnustaði/skóla, lið/bekki og liðsmenn til leiks. Nánari upplýsingar og skráningarleiðbeiningar er hægt að nálgast inn á vef verkefnisins www.lifshlaupid.is.

Á meðfylgjandi mynd er starfsfólk og börn frá Leikskólanum Álfaheiði sem unnu sér inn Ávaxtakörfu frá ávaxtasérfræðingunum í Ávaxtabílnum með því að taka þátt í Facebookleik Lífshlaupsins.