Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

3

Kynning á Fyrirmyndarfélagi ÍSÍ á Húsavík

05.02.2013ÍSÍ var með kynningu á Fyrirmyndarmyndarfélagi ÍSÍ fyrir Íþróttafélagið Völsung á Húsavík fyrir skömmu.  Aðalstjórn Völsungs ætlar að stefna að því að allar deildir félagsins verði fyrirmyndardeildir ÍSÍ og félagið þar með í heild fyrirmyndarfélag.  Í ljós kom að félagið uppfyllir nú þegar mörg þeirra skilyrða sem sett eru og því verður vinnan minni en ella við að ná þessu takmarki.  Það var Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri sem sá um kynninguna og mun hann jafnframt verða félaginu innan handar við að uppfylla skilyrðin sem sett eru af hálfu ÍSÍ.