Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

3

Kynning á fyrirmyndarfélagi ÍSÍ á Ólafsfirði

04.02.2013ÍSÍ var með kynningu á Fyrirmyndarfélagi ÍSÍ fyrir UÍF á Ólafsfirði fyrir skömmu.  Fyrir liggur samþykkt frá síðasta ársþingi UÍF að öll aðildarfélög sambandsins verði orðin fyrirmyndarfélög ÍSÍ árið 2015.   Framundan er vinna félagsins við að uppfylla þau skilyrði sem sett eru af hálfu ÍSÍ.  Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri var með kynninguna og verður jafnframt félögunum og UÍF innan handar við þessa vinnu.