Lyftingasamband Íslands 40 ára

Fulltrúar ÍSÍ í afmælisdagskrá sambandsins voru Gunnar Bragason gjaldkeri ÍSÍ, Helga Steinunn Guðmundsdóttir ritari ÍSÍ og Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir stjórnarmeðlimur ÍSÍ. Á meðfylgjandi mynd má sjá Ingibjörgu Bergrós og Helgu Steinunni afhenda Lárusi Páli Pálssyni formanni LSÍ afmælisplatta og blómvönd í tilefni dagsins.