Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Afreksþjálfun - Ráðstefna 24. janúar

23.01.2013

Íþróttabandalag Reykjavíkur, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands ásamt Háskólanum í Reykjavík standa að íþróttaráðstefnu í tilefni af Reykjavíkurleikunum, fimmtudaginn 24. janúar og fer ráðstefnan fram í húsakynnum HR stofu M101. Þrír áhugaverðir erlendir fyrirlesarar munu flytja erindi um afreksþjálfun og fara fyrirlestrarnir allir fram á ensku.

Dagskrá:

17:30 Ólafur E. Rafnsson forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands setur ráðstefnuna.

17:35 Dr. Mike Callan – Hvernig getur júdóþjálfun nýst í öðrum greinum?
Í erindinu fjallar Mike, einn virtasti fyrirlesari alþjóða júdósambandsins, um það hvernig þjálfunarfræði í júdó getur nýst öðrum greinum. Áhersla verður lögð á hraða, snerpu og styrk.

18:30 Léttur kvöldverður í mötuneyti Háskólans í Reykjavík.

19:00 Barbara Nagode Ambroz – Sálfræði afreksíþróttamannsins
Í erindinu fjallar Barbara, einn virtasti fyrirlesari alþjóða danssambandsins, um mikilvægi þess að  afreksíþróttafólk þekki sjálfa sig og treysti ekki í blindni á aðra. Lögð verður áhersla á kvíða- og taugastjórnun og áhrif þessarra þátta á frammistöðu afreksíþróttafólks.

19:45 Harvey S. Newton – Ólympískar lyftingar
Harvey er fyrrum landsliðsþjálfari bandaríska landsliðsins í ólympískum lyftingum og einn virtasti fræðimaðurinn á því sviði.  Í erindinu mun Harvey sýna fram á hvernig ólympískar lyftingar geta bætt afkastagetu flestra afreksíþróttamanna óháð íþróttagrein.

Skráning:

Ráðstefnugjald er kr. 3.000,- og er léttur kvöldverður innifalinn í gjaldinu.  Skráning fer fram á netfanginu skraning@isi.is og er litið á greiðslu sem staðfestingu á þátttöku.  Bankaupplýsingar: 0336 – 26 – 987 og kennitala 670169-1709 (ÍBR).

Síðasti skráningardagur er miðvikudagurinn 23.janúar. Hámarksfjöldi á ráðstefnuna er 140 manns en í fyrra komust færri að en vildu.