Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
13

Aron Pálmarsson er íþróttamaður ársins 2012

30.12.2012

Það var mikið um dýrðir í Gullhömrum í Grafarholti í kvöld þegar Aron Pálmarsson handknattleiksmaður var útnefndur íþróttamaður ársins 2012 af Samtökum íþróttafréttamanna.  Ásdís Hjálmsdóttir frjálsíþróttakona úr Ármanni var í öðru sæti og Jón Margeir Sverrisson sundmaður úr Fjölni var í þriðja sæti.  Nánari upplýsingar um kjör íþróttamanns ársins verða aðgengilegar á heimasíðu samtaka íþróttafréttamanna www.sportpress.is

ÍSÍ veitti íþróttamönnum einstakra íþróttagreina viðurkenningar í kvöld en allar upplýsingar um þá verðlaunahafa eru aðgengilegar hér á heimasíðu ÍSÍ.

Í tilefni af 100 ára afmæli ÍSÍ var Heiðurshöll ÍSÍ stofnuð þann 28. janúar sl. og var Vilhjálmur Einarsson fyrstur tekinn þar inn.  Í Gullhömrum í kvöld bættust tveir einstaklingar í Heiðurshöllina en það voru þau Bjarni Friðriksson júdómaður og Vala Flosadóttir frjálsíþróttakona en bæði hafa þau komist á verðlaunapall á Ólympíuleikum líkt og Vilhjálmur.

Samtök íþróttafréttamanna veittu að þessu sinni tvær nýjar viðurkenningar þar sem Alfreð Gíslason handknattleiksþjálfari var valinn þjálfari ársins og kvennalandslið Íslands í hópfimleikum var valið lið ársins.

ÍSÍ óskar öllum verðlaunahöfum kvöldsins til hamingju með viðurkenningar sínar.

Myndir með frétt