Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Haustfjarnámi 1. stigs lokið

21.12.2012

Haustfjarnámi 1. stigs ÍSÍ í þjálfaramenntun er nú lokið.  Alls luku 22 þjálfarar námi að þessu sinni og komu þeir frá hinum ýmsu íþróttagreinum og búa vítt og breytt um landið, m.a. í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Borgarnesi, Ísafirði, Akureyri, Húsavík, Eskifirði, Selfossi og Vestmannaeyjum.  Meðal íþróttagreina sem þjálfararnir koma frá eru körfuknattleikur, handknattleikur, fimleikar, klifur, skíðaíþróttir, kraftlyftingar, sund, badminton, taekwondo og siglingar. 

Þjálfararnir munu fá þjálfaraskírteini send á heimilisföng á næstu dögum.  Þjálfararnir sækja sérgreinahluta námsins til viðkomandi sérsambands.  Næsta fjarnámskeið á 1. stigi verður í boði á vorönn 2013 og mun líklega hefjast í byrjun febrúar. 
ÍSÍ óskar þjálfurunum til hamingju með áfangann og vonast jafnframt til að sjá helst alla í fjarnámi 2. stigs sem hefst um svipað leyti og fjarnám 1. stigs, í byrjun febrúar 2013.

Allar nánari upplýsingar um þjálfaramenntun ÍSÍ gefur Viðar Sigurjónsson á vidar@isi.is eða í síma 514-4000 & 863-1399.