Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.11.2024 - 12.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
13

Evrópuleikar 2015 og EYOF 2017

10.12.2012Á 41. aðalfundi Evrópsku Ólympíunefndanna (EOC) sem fram fór í Róm um síðustu helgi var samþykkt að árið 2015 fari fram Evópuleikar, eða nokkurs konar Ólympíuleikar Evrópu, og munu þeir fara fram í Baku, höfuðborg Azerbaijan.

Í þrjú ár hefur forseti EOC, Patrick Hickey, ásamt framkvæmdastjórn EOC unnið að þessari hugmynd sem nú virðist orðin að verkuleika.  Leikarnirnir munu fara fram á fjögurra ára fresti og verða um 15 íþróttagreinar á dagskrá.  Ljóst er að leikarnir munu fara fram að sumri og umgjörð þeirra verður glæsileg, enda hefur Baku nú þegar á að skipa góðri keppnisaðstöðu fyrir flestar íþróttagreinar.  Enn á eftir að útfæra endanlegt keppnisfyrirkomulag og þátttökuskilyrði fyrir þær greinar sem verða á dagskrá.  

Á fundinum voru einnig samþykktir keppnisstaðir fyrir Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar 2017.  Vetrarhátíðin mun fara fram í Sarajevo (Bosnía og Herzegovina) og sumarhátíðin í Györ (Ungverjaland).