Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
30

Málþing um íþróttaiðkun barna og unglinga

21.11.2012

Íþróttabandalag Akureyrar stóð fyrir málþingi í Háskólanum á Akureyri um íþróttir barna og unglinga föstudaginn 16. nóvember síðastliðinn.  Erindi fluttu þau Ellert Örn Erlingsson íþróttasálfræðingur og forstöðumaður íþróttamála hjá Akureyrarbæ, Dr. Sigurbjörn Árni Arngrímsson prófessor við íþróttafræðasetur HÍ, Þórdís L. Gísladóttir aðjúnkt við HR og Sonja Sif Jóhannsdóttir master í íþrótta- og heilsufræði.

Um 60 manns sótti málþingið sem verður að teljast góð mæting miðað við veður og ófærð þennan dag.  Erindin voru afar fróðleg og margt athyglisvert sem fram kom.  Málþingsstjóri var Ágúst Þór Árnason deildarformaður lagadeildar HA.  Þeir sem fluttu erindi sátu svo fyrir svörum í lok málþings og komu fjölmargar fyrirspurnir úr sal.

Myndin er frá málþinginu.