Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Vinnuhópur íþróttahéraða fundar í Laugardalnum

12.11.2012

Í dag fundaði vinnuhópur íþróttahéraða í fundarsal framkvæmdastjórnar ÍSÍ í Laugardal.  Vinnuhópurinn var skipaður á sameiginlegum fundi íþróttahéraða sem haldin var í tengslum við formannafund ÍSÍ á síðasta ári og hefur það markmið að skoða hlutverk og skipulag íþróttahéraða.  Vinnuhópurinn er skipaður starfsmönnum íþróttahéraða og skipa hann Garðar Svansson frá HSH, Engilbert Olgeirsson frá HSK, Frímann Ari Ferdinandsson frá ÍBR, Jón Þór Þórðarson frá ÍA, Þóra Leifsdóttir frá ÍBA og Hildur Bergsdóttir frá UÍA.

Á fundinum í dag fékk vinnuhópurinn kynningu á starfsemi ÍSÍ auk þess sem mörk íþróttahéraða, hlutverk þeirra og þróun íþróttastarfs var til umræðu.  Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ og Óskar Örn Guðbrandsson, verkefnisstjóri Felix, sátu fundinn fyrir hönd ÍSÍ og ræddu ýmsa þætti íþróttastarfsins og þær upplýsingar sem til eru um íþróttastarf á Íslandi.