Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
18

Kvennalandsliðið í knattspyrnu hlaut viðurkenningu

09.11.2012

Kvennalandsliðið í knattspyrnu fékk í gær, á Degi gegn einelti, afhenta viðurkenningu vegna jákvæðra skilaboða gegn einelti til samfélagsins.  Viðurkenninguna fengu þær afhenta í Þjóðmenningarhúsinu en þar fór fram hátíðardagskrá í tilefni af þessum baráttudegi.  Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra afhenti landsliðinu viðurkenninguna.

Tilefnið er myndband sem stelpurnar í landsliðinu gerðu til að vekja fólk til umhugsunar um afleiðingar eineltis.  Myndbandið var við lag sem Katrín Ómarsdóttir samdi en lagið sungu þær Rakel Hönnudóttir og Mist Edvardsdóttir.  Guðrún Inga Sívertsen, gjaldkeri KSÍ og formaður landsliðsnefndar kvenna hélt ávarp við athöfnina.   Hugmyndin af þessu framtaki stelpnanna kemur frá Katrínu en kveikjan að hugmyndinni var færsla stúlku á Egilsstöðum á Facebook. 

Sjá má myndband landsliðsins með því að smella hér

Frábært framtak hjá stelpunum og þarft innlegg inn í baráttuna gegn einelti.