Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Haustfjarnám 1. stigs hálfnað

09.11.2012

Haustfjarnám 1. stigs ÍSÍ í þjálfaramenntun er nú hálfnað.  Um 25 nemendur eru í náminu og eru búsettir víða um land.  Meðal íþróttagreina sem nemendur koma frá og/eða ætla eða hafa verið að þjálfa eru knattspyrna, körfuknattleikur, handknattleikur, lyftingar, sund, fimleikar, skautaíþróttir, frjálsar íþróttir, taekwondo, skíðaíþróttir, badminton og klifur, auk þess sem menntaður læknir í endurhæfingarlækningum er meðal þátttakenda.

Miklar og góðar umræður skapast á spjallsvæði námsins þar sem nemendur skiptast á skoðunum og tjá sig um námsefnið og verkefnin.  Líklegt má teljast að sú umræða sem þar skapast gefi nemendum afar mikið, ekki síður en námsefnið sjálft og skil verkefnanna.

Allir þjálfarar sem ljúka 1. stigi samkvæmt þeim kröfum sem gerðar eru fá sent þjálfaraskírteini þess efnis frá ÍSÍ.

Sérgreinahluta námsins sækja nemendur svo til sérsambanda ÍSÍ. 

Náminu lýkur í byrjun desember.  Nám á fyrsta og öðru stigi þjálfaramenntunar ÍSÍ verður næst í boði á vorönn 2013 og hefst í febrúar.