Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Kynning á Fyrirmyndarfélagi ÍSÍ á formannafundi ÍBH

07.11.2012

Íþróttabandalag Hafnarfjarðar leitaði til ÍSÍ varðandi kynningu á verkefninu Fyrirmyndarfélag ÍSÍ á formannafundi bandalagsins sem haldinn var laugardaginn 3. nóvember síðastliðinn.  ÍBH hefur lagt á það áherslu að aðildarfélög bandalagsins kynni sér kosti þess að gerast fyrirmyndarfélög ÍSÍ. 

Það var Sigríður Jónsdóttir formaður Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ sem sá um kynninguna.  Sigríður fór yfir þau ákvæði sem félög verða að uppfylla til að hljóta viðurkenningu sem fyrirmyndarfélög og birti jafnframt upplýsingar frá fyrirmyndarfélögum sem sótt hafa um endurnýjun viðurkenningarinnar sem gera þarf á fjögurra ára fresti.  Í þeim upplýsingum komu fram margir kostir þess að hafa þessa viðurkenningu sem m.a. leiða til þess að félögin sækja um endurnýjun.

Á myndinni er Sigríður Jónsdóttir í pontu á fundinum.

Allar frekari upplýsingar um verkefnið Fyrirmyndarfélag ÍSÍ gefur Viðar Sigurjónsson á vidar@isi.is eða í síma 514-4000.