Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Forvarnardagurinn 2012 er í dag!

31.10.2012

Forvarnardagurinn er nú haldinn í sjöunda sinn en verkefnið fór af stað árið 2006.  Dagurinn er hugmynd forseta lýðveldisins, Ólafs Ragnars Grímssonar og var í upphafi ætlaður nemendum í 9. bekk í grunnskólum landsins.  Framhaldsskólunum var svo boðið að vera með í fyrra og er svo aftur í ár.  Gaman er að geta þess að allir framhaldsskólar landsins eru með í verkefninu í ár.  ÍSÍ hefur verið með í verkefninu frá upphafi og sent aðila á vegum hreyfingarinnar út í grunnskólana á Forvarnardaginn.  Nú er annar háttur hafður á því að fjöldahreyfingarnar þrjár sem koma að verkefninu, ÍSÍ, UMFÍ og Skátarnir hafa útbúið kynningarmyndband þar sem m.a. má finna kynningu á netratleik hreyfinganna sem settur er upp í tengslum við daginn.  Myndbandið er spilað í skólunum á Forvarnardaginn og nemendur geta svo tekið þátt í netratleiknum í kjölfarið og átt þar með möguleika á vinningi í formi i-pad frá Apple umboðinu.

Mikill árangur hefur náðst í forvarnarmálum unglinga á grunnskólaaldri undanfarin ár.  Nánari upplýsingar um það og fleira tengt Forvarnardeginum má finna á heimasíðu verkefnisins forvarnardagur.is