Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Verðlaunaafhending í Lífshlaupi framhaldsskólana

26.10.2012Verðlaunaafhending í Lífshlaupi framhaldsskólana fór fram í dag, föstudaginn 26. október, í íþróttamiðstöðinni. Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir, nefndarmaður í framkvæmdastjórn ÍSÍ, ávarpaði gesti og veiti fulltrúum skólanna sín verðlaun ásamt Kristjáni Þór Magnússyni, sem á sæti í stýrihóp Heilsueflandi framahaldsskóla hjá embætti landlæknis.

Keppt var um að ná sem flestum dögum í hreyfingu og var skólunum skipt upp í þrjá flokka miðað við heildarfjölda nemenda og starfsfólks. Fjölbrautarskóli Suðurnesja, Flensborgarskóli og Menntaskólinn á Laugarvatni voru í fyrsta sæti í sínum flokkum. Í öðru sæti voru Verslunarskóli Íslands, Kvennaskólinn í Reykjavík og Framhaldsskólinn á Húsavík. Í þriðja sæti voru Menntaskólinn á Egilsstöðum, Fjölbrautarskóli Vesturlands og Fjölbrautarskólinn við Ármúla.

Nánari úrslit má fnna á vefsíðu verkefnisins lifshlaupid.is/framhaldsskolar/ eða með því að smella hér.


Meðfylgjandi mynd er tekin á verðlaunaafhendingunni.