Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Þjálfaramenntun ÍSÍ

Þjálfaramenntun ÍSÍ gefur réttindi til íþróttaþjálfunar. Allir nemendur sem ljúka námi á 1. stigi fá staðfestingu á náminu og einkunn. Auk náms á stigunum þurfa þjálfarar að hafa gilt skyndihjálparnámskeið og ákveðna þjálfunarreynslu til að geta haldið áfram námi. Menntun á hverju stigi fyrir sig er ekki lokið fyrr en þjálfari hefur lokið bæði almenna hlutanum hjá ÍSÍ og sérgreinahlutanum hjá viðkomandi sérsambandi. Einnig eru aldurstakmörk inn á námskeiðin; 16 ár á 1. stig, 18 ár á 2. stig og 20 ár á 3. stig.

ÍSÍ sér um almenna hlutann og fer öll kennsla fram í fjarnámi. Sérsambönd ÍSÍ sjá um sérgreinahlutann. Námið er í boði þrisvar á ári, þ.e. sumar-, haust- og vorfjarnám.

Kostnaður: (Fyrirmyndarfélög og deildir fá 5000 kr. afslátt fyrir hvern þjálfara)

1. stig: 36.000 kr. Bókin Þjálffræði er innifalin í námskeiðsgjaldinu.
2. stig: 30.000 kr. Bókin Góð næring betri árangur er innifalin í námskeiðsgjaldinu.
3. stig: 40.000 kr.

Skráning í námið fer fram á Abler og er auglýst hverju sinni með góðum fyrirvara.

Þjálfaramenntun ÍSÍ er áfangaskipt fræðslukerfi og eru þjálfarastigin þrjú. Þetta kerfi er samræmt fyrir allar íþróttagreinar. Hér má lesa um hvert stig fyrir sig:

1. stig

2. stig

3. stig

Bækling um þjálfaramenntun ÍSÍ má nálgast hér.

Stefnuyfirlýsingu um þjálfaramenntun ÍSÍ má nálgast hér.

Skráning á þjálfaramenntun ÍSÍ