Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.09.2024 - 12.09.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
11

Tilhögun Ólympíudagsins

ÍSÍ hvetur íþróttafélög, frístundaheimili, skóla, leikskóla og sumarnámskeið til þess að taka þátt í Ólympíudeginum.

Það er undir hverjum og einum komið hversu mikið er lagt í Ólympíudaginn. Erlendis hefur jafnvel heil vika verið helguð Ólympíuleikunum og þeir fléttaðir saman við hinar ýmsu námsgreinar.

Dæmi um Ólympíudag

Hugmyndir um íþróttir, þrautir og listir.

Myndir frá Ólympíudeginum má sjá á myndasíðu ÍSÍ hér.

Af hverju að halda upp á Ólympíudaginn?

  • Tækifæri til þess að halda viðburð í íþróttafélaginu/skólanum/frístundamiðstöðinni/
    hverfinu/ sveitarfélaginu byggt á Ólympíuþema, með áherslu á samvinnu, þátttöku og háttvísi.

  • Beina athygli þátttakenda/nemenda að gera ávallt sitt allra besta og kappkosta að ná sem allra bestum persónulegum árangri í hverju því sem þau taka sér fyrir hendur.

  • Veitir tækifæri til að sameina margar ólíkar greinar í einu þema.

  • Tækifæri til að kynna íþróttafélagið fyrir börnum og fullorðnum sem ekki eru félagsmenn. Til dæmis er hægt að bjóða elstu börnum á leikskólum og frístundaheimilum í nágrenninu að kíkja í heimsókn.

  • Tilvalið tækifæri í tengslum við sumarnámskeið íþróttafélaganna.