Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22

Forvarnardagurinn

Forvarnardagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum, ráðum sem eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu. 

Lykilpunktar Forvarnardagsins

  • Ungmenni sem verja í það minnsta klukkustund á dag með fjölskyldum sínum, eru síður líklegir til að hefja neyslu fíkniefna.
  • Ungmenni sem stunda íþróttir og annað skipulagt æskulýðsstarf falla mun síður fyrir fíkniefnum.
  • Því lengur sem ungmenni bíða með að hefja áfengisneyslu, þeim mun ólíklegra er að þau verði fíkniefnum að bráð.

Myndir frá Forvarnardeginum má finna á myndasíðu ÍSÍ hér

Forvarnardagurinn var haldinn í fyrsta skipti árið 2006 að frumkvæði forseta Íslands. Dagurinn er samstarf eftirtalinna: Forseta Íslands, Embættis landlæknis, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg, Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Ungmennafélags Íslands, Bandalags íslenskra skáta og Rannsókna og greiningar.