Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22.02.2025 - 22.02.2025

Ársþing SÍL 2025

Ársþing Siglingasambands Íslands (SÍL) verður...
22

Forvarnardagurinn

Forvarnardagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum, ráðum sem eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu. 

Lykilpunktar Forvarnardagsins

  • Ungmenni sem verja í það minnsta klukkustund á dag með fjölskyldum sínum, eru síður líklegir til að hefja neyslu fíkniefna.
  • Ungmenni sem stunda íþróttir og annað skipulagt æskulýðsstarf falla mun síður fyrir fíkniefnum.
  • Því lengur sem ungmenni bíða með að hefja áfengisneyslu, þeim mun ólíklegra er að þau verði fíkniefnum að bráð.

Myndir frá Forvarnardeginum má finna á myndasíðu ÍSÍ hér

Forvarnardagurinn var haldinn í fyrsta skipti árið 2006 að frumkvæði forseta Íslands. Dagurinn er samstarf eftirtalinna: Forseta Íslands, Embættis landlæknis, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg, Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Ungmennafélags Íslands, Bandalags íslenskra skáta og Rannsókna og greiningar.