Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Íþróttir fyrir fólk á besta aldri

ÍSÍ leggur áherslu á málaflokka tengdum heilsu og fræðslu, t.d. með almennu fræðslustarfi um gildi hreyfingar. Eitt af áhersluatriðum íþróttahreyfingarinnar er íþróttastarf og hreyfing eldri borgara.

Margar rannsóknir hafa sýnt fram á að hreyfing bætir líkamlega og andlega líðan. Fólk sem hreyfir sig reglulega dregur ekki aðeins úr líkunum á ýmsum langvinnum sjúkdómum, s.s. hjarta- og æðasjúkdómum, krabbameini, sykursýki, stoðkerfisvanda og offitu heldur stóreykur það líkurnar á að lifa lengur sjálfstæðu, heilbrigðu og hamingjuríku lífi.

Fróðleikur um heilbrigt líferni pdf

Líkamsæfingar fyrir fólk á besta aldri pdf

Fræðslubæklingurinn „Líkamsæfingar fyrir fólk á besta aldri“ er gefinn út sem hvatning til fólks um að stunda reglulega líkamsrækt. Þar er að finna fjölbreyttar æfingar sem allir ættu að geta stundað daglega. Meðal æfinga eru ganga, æfingar í vatni, æfingar fyrir háls og herðar, bak og kvið, fætur og arma. Fróðleikur um gildi líkamsræktar fyrir heilsuna er settur fram og sömuleiðis holl ráð um næringu, svefn, slökun, vernd gegn beinþynningu og fleira. Hægt er að nálgast eintak af bæklingnum á skrifstofu ÍSÍ endurgjaldslaust.