Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.09.2024 - 12.09.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
11

2019 Svartfjallaland

Smáþjóðaleikar fóru fram í Svartfjallalandi 27. maí-1. júní 2019. Keppnisgreinar voru frjálsíþróttir, sund, júdó, skotíþróttir, tennis, borðtennis, karfa, blak, strandblak og boules.
 
 
 
01.06.2019

Ísland í 3. sæti verðlaunatöflunnar

Ísland í 3. sæti verðlaunatöflunnarÍsland hafnaði í 3. sæti á verðlaunatöflu Smáþjóðaleikanna 2019 með 54 verðlaun, þar af 19 gullverðlaun. Lúx­em­borg trónir á toppi töflunnar með 76 verðlaun, þarf af 26 gull. Kýp­ur var í 2. sæti með 64 verðlaun. Mónakó var í 4. sæti með 47 verðlaun.
Nánar ...
01.06.2019

Anton Sveinn fánaberi íslenska hópsins

Anton Sveinn fánaberi íslenska hópsinsLokahátíð Smáþjóðaleikanna 2019 hefst kl. 22.00 í kvöld (kl.20 ísl.) og stendur í um hálftíma. Fánaberi íslenska hópsins verður sundmaðurinn Anton Sveinn McKee. Anton vann til fernra gullverðlauna á leikunum, sem er glæsilegur árangur. Hann vann 50 metra, 100 metra og 200 metra bringusund.
Nánar ...
01.06.2019

Forseti IOC á Smáþjóðaleikum

Forseti IOC á SmáþjóðaleikumForseti Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC), Thomas Bach, heimsótti leikaþorp Smáþjóðaleikanna í dag í fylgd Dusan Simonovic, forseta Ólympíunefndar Svartfjallalands og Igor Vusurovic, framkvæmdastjóra leikanna 2019.
Nánar ...
01.06.2019

Landslið karla í blaki hefur lokið leik

Landslið karla í blaki hefur lokið leikKarlalandsliðið í blaki spilaði sinn síðasta leik í dag á móti Kýpur á Smáþjóðaleikunum. Íslenska liðið hafði ekki unnið leik á mótinu fyrir leikinn, en tekið eina hrinu í þeim öllum.
Nánar ...
01.06.2019

Stund milli stríða

Stund milli stríðaKvennalandsliðið í blaki hefur staðið sig vel á Smáþjóðaleikunum 2019, en þær tryggðu sér þriðja sætið á leikunum í morgun. Á bak við tjöldin eru m.a. Berglind Valdimarsdóttir liðsstjóri og Mundína Ásdís Kristinsdóttir sjúkraþjálfari kvennalandsliðsins í blaki, en þær hafa fylgt hópnum á þessum leikum.
Nánar ...
01.06.2019

Landslið karla í körfu með brons

Landslið karla í körfu með bronsLokaleikur íslenska körfuknattleikslandsliðs karla fór fram í morgun. Liðið sigraði Kýpur 86:53 og náði þar með 3. sæti á Smáþjóðaleikunum 2019. Liðið hefur spilað vel á leikunum, sýnt góða liðsheild og hefur verið flott að fylgjast með þeim.
Nánar ...
01.06.2019

Bronsverðlaun hjá blaklandsliði kvenna

Bronsverðlaun hjá blaklandsliði kvennaKvennalandsliðið í blaki spilaði sinn síðasta leik á Smáþjóðaleikunum í dag við gestgjafana Svartfjallaland. Með sigri gátu Svartfellingar tryggt sér gull á leikunum. Með íslenskum sigri var möguleiki á silfri, en bronsið var tryggt fyrir leikinn.
Nánar ...
01.06.2019

Silfurverðlaun í körfu kvenna

Silfurverðlaun í körfu kvennaLokaleikur íslenska körfuknattleikslandsliðs kvenna fór fram snemma í morgun. Liðið sigraði Kýpur 80:62 og náði þar með 2. sæti á Smáþjóðaleikunum 2019. Liðið hefur náð að halda góðri stemmningu í gegnum alla leikina, verið ákveðnar og það hefur verið frábært að fylgjast þeim.
Nánar ...
31.05.2019

Yngsti keppandi Íslands á Smáþjóðaleikunum 2019

Yngsti keppandi Íslands á Smáþjóðaleikunum 2019Yngsti keppandi Íslands á leikunum að þessu sinni er Agnes Brynjarsdóttir keppandi í borðtennis. Agnes var 12 ára, átta mánaða og sjö daga þegar leikarnir hér í Svartfjallalandi voru settir. Hún er þó ekki yngsti keppandi sem keppt hefur fyrir hönd Íslands á Smáþjóðaleikum því á allra fyrstu leikunum, í San Marínó árið 1985 var Magnús Már Ólafssson sundmaður 12 ára, fjögurra mánaða og 23 daga við setningu leikanna.
Nánar ...
31.05.2019

Andri Stefánsson á sínum tíundu Smáþjóðaleikum

Andri Stefánsson á sínum tíundu SmáþjóðaleikumAndri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ, er þaulreyndur fararstjóri sem er nú á sínum 10. Smáþjóðaleikum fyrir hönd ÍSÍ. Hann á sæti í tækninefnd Smáþjóðaleikanna og hefur annast eftirlit fyrir nefndina með borðtenniskeppninni á leikunum og einnig verið hluti af fararstjórn ÍSÍ á leikunum.
Nánar ...