Vetrarólympíuleikar
Á Vetrarólympíuleikum er keppt í greinum sem flokkast undir vetraríþróttir og fer keppni fram á snjó eða ís.
Fyrstu vetrarleikarnir voru haldnir í Chamonix í Frakklandi árið 1924. Leikarnir voru haldnir á fjögurra ára fresti fram til 1940 þegar þeir voru stöðvaðir vegna seinni heimsstyrjaldarinnar. Vetrarleikarnir voru næst haldnir 1948 og héldust með óbreyttu sniði (fjögur ár á milli) til 1992. Þá ákvað Alþjóðaólympíunefndin að láta vetrar- og sumarleika hlaupa á tveimur árum. Næstu vetrarleikar urðu því árið 1994 í Lillehammer, Noregi og hafa síðan verið á fjögurra ára fresti.

Margar þjóðir hafa haldið Vetrarólympíuleikana og sumar þeirra oftar en einu sinni. Bandaríkin hafa fjórum sinnum verið gestgjafar, oftar en nokkur önnur þjóð. Leikarnir hafa þrisvar sinnum verið haldnir í Frakklandi, tvisvar í Austurríki, Kanada, Ítalíu, Japan, Noregi og Sviss.
Íþróttagreinar sem keppt er í á leikunum eru: alpagreinar, skíðaskotfimi, sleðagreinar (bobsleigh, luge, skeleton), skíðaganga, krulla, listskautar, skautar - frjáls aðferð, íshokkí, spretthlaup á skautum, skíðastökk, snjóbretti og skautahlaup.
Íslenskir keppendur á Vetrarólympíuleikum
Hér má lesa fréttir frá þátttöku Íslands á Vetrarólympíuleikum
2022 -Peking
2018 -PyeongChang