Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25

A-landslið karla í handknattleik

Íslenska landsliðið í handknattleik vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Það er besti árangur sem náðst hefur í hópíþrótt í íslenskri íþróttasögu.

Fyrsti leikur íslenska liðsins á Ólympíuleikunum í Peking var gegn Rússum. Íslenska liðið vann 33-31. 
Annar leikur liðsins var gegn heimsmeisturum Þýskalands. Íslenska liðið vann 33-29. 
Þriðji leikur var gegn Suður-Kóreu. Íslenska liðið tapaði 22-21. 
Fjórði leikur var gegn Dönum. Leiknum lauk með jafntefli 32-32.
Fimmti leikur íslenska liðsins í riðlakeppninni var gegn Egyptalandi. Leiknum lauk með jafntefli 32-32 og Ísland þar með komið í 8-liða úrslit á Ólympíuleikum.
Ísland mætti Pólverjum í 8-liða úrslitum. Íslenska liðið vann 32-30 og þar með komið í undanúrslit.
Ísland mætti Spánverjum í undanúrslitum. Íslenska liðið vann 36-30 og þar með komið í úrslit á Ólympíuleikunum.
Ísland mætti Frökkum í úrslitunum. Franska liðið vann 28-23. Íslenska liðið fékk silfurverðlaun, sem er einstakt afrek í íslenskri íþróttasögu.