Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Íslenskir verðlaunahafar

Fjórum sinnum hafa Íslendingar staðið á verðlaunapalli á Ólympíuleikum. 

Fyrstur Íslendinga til að vinna til verðlauna á Ólympíuleikum var Vilhjálmur Einarsson silfurverðlaunahafi í þrístökki í Melbourne árið 1956. Á leikunum í Los Angeles árið 1984 vann Bjarni Friðriksson bronsverðlaun í -95kg. flokki í júdó. Fyrsta íslenska konan til að vinna til verðlauna var Vala Flosadóttir. Vala hlaut bronsverðlaun í stangarstökki á Ólympíuleikunum í Sydney 2000.  Ísland hlaut síðan silfurverðlaun í handknattleik karla á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008.