2021 Voukatti
Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar (EYOWF) 2022 fór fram í Voukatti í Finnlandi 20. -25. mars 2022. Hátíðin átti að fara fram árið 2021 en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Keppt var í níu íþróttagreinum á hátíðinni, þ.e. alpagreinum skíða, skíðaskotfimi, gönguskíðum, listskautum, íshokkí, norrænni tvíkeppni, skautahlaupi, skíðastökki og snjóbrettum. Íshokkíkeppni drengja fór fram í desember 2021, vegna tímasetninga í alþjóðlegu mótahaldi, en íshokkíkeppni stúlkna fór fram á hátíðinni.
