Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22

Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar

Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar (The European Youth Olympic Festival, EYOF) er íþróttahátíð fyrir evrópsk ungmenni á aldrinum 14-18 ára. Hátíðin er haldin á oddatöluári bæði vetrar og sumarhátíð. Íþróttagreinar eru tíu á hvorri hátíð fyrir sig. Hátíðin hefur verið mikilvæg fyrir ungt íþróttafólk álfunnar í gegnum tíðina. Margir af fyrri keppendum á hátíðinni hafa síðar náð alla leið á efsta getustigi í sínum greinum.

Fyrsta hátíðin var haldin í Brussel 1991 og hét þá Ólympíudagar æskunnar. ÍSÍ hefur jafnan reynt að senda fríðan hóp ungs fólks til hátíðarinnar og í Brussel voru þátttakendur 27 úr fjórum íþróttagreinum. Fyrsta árið var eingöngu sumarhátíð en strax 1993 var einnig komið á vetrarhátíð og hefur svo verið síðan þá.

„Fair Play“ eða háttvísi er eitt af megin einkunnarorðum hátíðarinnar. Mikið er lagt upp úr því að þetta sé skemmtun og að þátttakendur kynnist ungu fólki frá öðrum löndum Evrópu. Ekki er lagt upp með að áherslan sé sú sama og á Ólympíuleikum þeirra fullorðnu eða á heimsmeistarakeppnum.

Vefsíða EOC um EYOF

2019 -Sarajevó og austur-Sarajevó

2019 - Bakú