Evrópuleikar
Evrópuleikarnir (European Games) fara fram á fjögurra ára fresti að sumri til. Keppt er í um tuttugu íþróttagreinum. Keppni stendur yfir í 17 daga og taka um 6000 íþróttamenn frá Ólympíuþjóðum Evrópu þátt. Árið 2015 fóru fyrstu leikarnir fram í Bakú í Azerbaijan, árið 2019 fóru aðrir leikarnir fram í Minsk í Hvíta-Rússlandi og árið 2023 fóru leikarnir fram í Kraków-Malopolska í Póllandi.
Næst fara Evrópuleikarnir fram í Istanbul í Tyrklandi árið 2027

2023 - Kraków-Malopolska
2019 -Minsk